30.1.2010 | 08:22
Á morgun leggjum við í hann lalallala
Þá er heldur orðið stutt í brottför en við ætlum að hittast í Leifsstöð klukkan 5:20 í fyrramálið. Það verða allir að fara að sofa snemma í kvöld því enginn má verða seinn. Til að tryggja það að þeir geti setið saman í flugvélinni sem það vilja þurfum við að vera mætt snemma.
Símanúmerið hjá okkur fararstjórunum sendi ég í tölvupósti á foreldrana núna á eftir. Við viljum samt biðja foreldra um að stilla símhringingum í hóf - hringja ekki nema nauðsyn sé vegna kostnaðar við sendum reglulegar fréttir hér á blogginu og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á netföngin okkar.
Ég fékk ekkert svar varðandi handklæðin svo að endilega skellið einu slíku í töskuna.
Við minnum ykkur líka á að taka með ykkur spil til að spila á kvöldin og frábært væri ef einhver gæti skellt nýrri íslenskri tónlist á ipodinn til að spila fyrir krakkana frá hinum löndunum.
Fánar.... við tökum auðvitað með okkur íslenska fánann...við gætum þurft að halda upp á Gullverðlaunin á EM...og þá þurfum við sko að hafa fánann ....Áfram Ísland.... taka fána þeir sem eiga...
Nestið... góð hugmynd kviknaði hjá einhverjum í gær...baka pizzu í dag og skera í litla bita...frábær á morgun...
Veðrið.... ísssskallllt í Noregi...það eina sem skipuleggjandinn í Lillehammer vildi minna á. Koma vel klædd - það er töff að vera vel klæddur á vetraríþróttahátíð
Einkaveðurfræðingurinn okkar hann Einar ætlar að gera sérstaka veðurspá fyrir okkur síðar í dag. Gott mál !
Sjáumst á morgun! Heia Norge
Um bloggið
Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.