Góður dagur

 

Í morgun fórum við í rútu að stærsta vatni Noregs Mjösa og varætlunin að fara á skauta.  Þegar þangað var komið var kominn dálítillvindur sem þeir Norðmennirnir kölluðu full storm...okkur fannst það gola. Vegnaþessa full storm var ákveðið að snúa við þar sem frostið var um -18 og meðvindkælingunni á vatninu töldu þeir óráðlegt að vera úti þar.  Þá varfarið á "gömluhúsasafn" í Lillehammer en þar voru litlarskautatjarnir og auðvitað var logn þar. Umhverfið þar var alveg hreintdásamlegt - okkur leið eins og í ævintýri eftir Astrid Lindgren.  Þarfórum við í ýmsa skautaleiki s.s. íshokký, þrautaskauta, halarófur og allskonarleiki. Okkar fólki gekk misvel á skautunum og ekki er laust við að einhverjirhafi verið ansi hreint rassþungir í þessari skautaferð....merkilegt hvað jörðinhefur mikið aðdráttarafl... Þó vöknuðu þarna leyndir kraftar og eigum við orðiðefnilegt lið í íshokký....

Margt sniðugt og skemmtilegt kemur upp í ferðum eins og þessari. Í dag bar svo til að allir áttu að útbúa sér nesti í morgunmatnum semborða átti í hádeginu. Einn af okkar ágætum strákum dró upp nestið sitt viðtjörnina.  Reyndist það vera tvær þurrar brauðsneiðar.  Dró svovinurinn upp lítið smjörstykki og spurði okkur kennarana hvort að við værumekki með hníf.  Ekki hafði hann heppnina með sér því enginn var núhnífurinn.  Þar fyrir utan var smjörið gaddfreðið.  Nú voru góð ráðdýr. Tók þá drengurinn til sinna ráða og át smjörstykkið líkt og verið væri aðeta snakk..... já svangir eta þó ógirnilegt sé.... 

 

Eftir middag sem að þessu sinni var klukkan 15:00 (krakkarnirskilja alls ekki þessa matmálstíma hérna í Noregi og eru alltaf svöng...) fórum við í alveg einstakaupplifelsisferð.  Gengið var upp í skógin þegar byrjað var að rökkva.Stígurinn sem við fórum var þröngur skógarstígur sem kallaður er kærleiksstígureinkum ætlaður elskendum.  Búið var að setjaút kertaljós sem vísuðu veginn og  lýstuupp snjóinn við stíginn – ákaflega rómantískt. Þegar búið var að plampa uppbrekku eftir brekku komum við að varðeldi sem búið var að kveikja í.  Settust allir við eldinn og ornuðu sér íkuldanum. Síðan var haldið áfram að ganga upp í skóginn í myrkrinum.  Sáum við helfrosin foss og skógarhallir…..María Guðlaug hafði orð á því að hún hefði aldrei séð neitt svona fallegt ogeinhverjir voru farnir að skipuleggja ferðir með fjölskylduna sína til Noregs.Þegar upp á fjallið var komið gengum við fram á allsvakalega sleðabrekku brattaog langa. Þá kom sér nú vel að allir höfðu meðferðis rassaþotur og skelltu núallir undir sig aukarössum og hentust niður brekkurnar. Snjófokið ániðurleiðinn olli því að allir urðu mjög snjóugir og mestu skvísurnar urðusvartar fyrir neðan augun…..

Þegar niður var komið gengum við að skíðastökkpallinum sem erhérna fyrir ofan hótelið.  Þar voruskíðahopparar að æfa sig bæði stelpur og strákar.  Var magnað fyrir okkar fólk að sjá þessaofurhuga stökkva af þessum svakalegu pöllum…alveg ógleymanleg sjón og ótrúlegurhvinur sem þeim fylgdi.

Í kvöld hafa krakkarnir lagt sig fram við að kynnast hinumkrökkunum og eru nú margir í partýi hjá Færeyingunum vinum okkar.

Við segjum bara að lokum – börnin ykkar eru svo HEPPIN að fátækifæri til að vera hérna og upplifa þessa frábæru dagskrá sem hér er boðiðupp á og við erum svo heppnar að fá að með þeim.

Bestu kveðjur frá okkur öllum….góða nótt…

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að bíða spennt eftir fréttum frá ykkur. Hreinn ævintýraljómi yfir þessu öllu. þetta verða dýrmætar minningar. Haldið áfram að njóta þessara yndislegu daga. Góða nótt öll og kærar kveðjur héðan af Fróni. Amma Magga Alexöndru.

Margrét Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 22:17

2 identicon

frábært að heyra frá ykkur og frábær upplifun fyrir krakkana að vera í þessari paradís, njótið vel

Edda mamma Árna :-)

Edda (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 22:38

3 identicon

Yndislegt að heyra, vá þvílík upplifun! Já, þið eruð meiriháttar heppin og þetta verða minningar sem verður ennþá verið að rifja upp á elliheimilinu;-) Myndirnar eru ÆÐI!

Stórt knús frá okkur til ykkar allra.....samt smá EXTRA Knús til Alexöndru;-)

Njótið dagsins í botn elskurnar!

Knús

xoxo

Alexöndru mamma - pabbi og brósi;-)

Unnur & Kristján (Alexöndru ma&pa) (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:27

4 identicon

Gaman að heyra hvað allt er skemmtilegt hjá ykkur, hlökkum til að heyra alla ferðsöguna ykkar þegar þið komið aftur í skólann.

Bestu kveðjur

Felix og Fanney

Felix og Fanney (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:53

5 identicon

Sæl öll,

Þetta er greinileg mikil lífsreynsla hjá ykkur öllum og það er spurning hvort fjölskyldan fari til Lillehammer í næsta fríi? Takk fyrir skemmtilegt blogg og góðar myndir. Góða skemmtun áfram en nú fer að styttast hjá ykkur. Kveðju frá Fróni en það er nú aðeins farið að kólna - en ekkert í samanburði við kuldann hjá ykkur. Risa knús til Gullu Kær kveðja, Ásta (Guðlaug Dóra)

Ásta (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 13:46

6 identicon

Hæ hæ, alltaf jafn gaman hjá ykkur og er sammála því að kannski verður næsta frí til Noregs   Hlakka til að sjá ykkur á morgun.

Aðalheiður ( Ásdís Halla ) (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir

Höfundur

Lillehammerbloggið
Lillehammerbloggið
Þetta er ferðablogg 9.bekkjar Sjálandsskóla í Garðabæ. Krakkarnir eru á leið á vetraríþróttahátíð í Lillehammer í Noregi 31.janúar - 4.febrúar. Þangað er boðið einum bekk af unglingastigi frá hverju norðurlandanna, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Noregur (73)
  • Noregur (72)
  • Noregur (66)
  • Noregur (65)
  • Noregur (64)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband