3.2.2010 | 17:44
Marblettir
Þessi skemmtilegi dagur gengur hér eftir undir nafninu marblettadagurinn. Dagurinn byrjaði á því að ekið var að Birkebeinerskistadion sem var aðalgöngusvæðið á OL 94. Þar var okkur skipt í hópa og krakkar frá íþróttaháskólanum í Lillehammer sáu um að halda okkur við efnið. Á einni stöðinni gekk allt út á stökk og þrautir í brekkum. Þar prófuðu menn flóknustu þrautir og sýndu menn fádæma hugrekki. Á þessari fyrstu stöð byrjaði fólk að safna marblettum og við hin hlógum alveg brjálað. Á næstu stöðinni var farið í hlaupaleiki já þið lásuð rétt hlaupaleiki á gönguskíðum. Farið var í boðhlaup og eltingaleiki ýmsa. Á síðustu stöðinni var heldur betur tekið á því en þar var líkt eftir hermannaþjálfun. Skipt var í lið og máttu liðin ljúka flóknustu skíðaþrautum s.s. að skríða með skíðin á fótunum dágóðan spöl. Í þessari þraut voru margir sem reyndu meira á sig en þeir hafa nokkurn tíma gert og ónefndir duttu alveg viðstöðulaust... þetta var alveg svakalega skemmtilegt. Þegar öllu þessu var lokið var skíðað heim á hótel ca 3km niður skógarstíga sem reyndust mörgum brattir. Óskar datt óteljandi sinnum á leiðinni niður í öllum brekkunum sem hann fór (hann bað um að þetta yrði skrifað)....hann er allur blár og marin en hlær bara að þessu.
Þegar loksins allir voru komnir niður snjóugir upp fyrir haus hófst nú handagangur....mollið...í Lillehammer sem líkist helst Glæsibæ... Þangað þustu allir og þeir þrír sem höfðu búið við heilsuleysi fyrri hluta dagsins urðu nú afar hressir jafnvel þó að ganga þyrfti um langan veg í snjó og kulda til að komast í búðina...ekki að spyrja að kaupgleði landans...hún er greinilega arfgeng. Stúlkurnar komu til baka klyfjaðar pokum úr HM en strákarnir aðstoðuðu við val á fötum og báru pokana. Við erum að tala um sanna herramenn í þessari ferð. Flestar skvísurnar kláruðu allan peninginn sinn sem þær voru búnar að spara alla vikuna til að eiga nóg í mollinu.
Nú höfum við nýlokið við kvöldmatinn sem að þessu sinni var taco og tilheyrandi, allir voru ánægðir með það. Í kvöld er svo lokahátíðin og eiga allir þáttakendurnir að koma með skemmtiatriði. Alexandra og Ellen eru nú að stjórna æfingum á söngatriðinu okkar sem verður flutningur á Ríðum ríðum...sem krakkranir okkar hafa áhyggjur af að Færeyingunum muni finnast mjög dónalegt lag.
Svo er bara að pakka öllu niður. Við leggjum af stað frá Lillehammer klukkan 9:00 í fyrramálið og fljúgum heim á leið klukkan 14:00.
Bestu kveðjur,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2010 | 22:00
Góður dagur
Í morgun fórum við í rútu að stærsta vatni Noregs Mjösa og varætlunin að fara á skauta. Þegar þangað var komið var kominn dálítillvindur sem þeir Norðmennirnir kölluðu full storm...okkur fannst það gola. Vegnaþessa full storm var ákveðið að snúa við þar sem frostið var um -18 og meðvindkælingunni á vatninu töldu þeir óráðlegt að vera úti þar. Þá varfarið á "gömluhúsasafn" í Lillehammer en þar voru litlarskautatjarnir og auðvitað var logn þar. Umhverfið þar var alveg hreintdásamlegt - okkur leið eins og í ævintýri eftir Astrid Lindgren. Þarfórum við í ýmsa skautaleiki s.s. íshokký, þrautaskauta, halarófur og allskonarleiki. Okkar fólki gekk misvel á skautunum og ekki er laust við að einhverjirhafi verið ansi hreint rassþungir í þessari skautaferð....merkilegt hvað jörðinhefur mikið aðdráttarafl... Þó vöknuðu þarna leyndir kraftar og eigum við orðiðefnilegt lið í íshokký....
Margt sniðugt og skemmtilegt kemur upp í ferðum eins og þessari. Í dag bar svo til að allir áttu að útbúa sér nesti í morgunmatnum semborða átti í hádeginu. Einn af okkar ágætum strákum dró upp nestið sitt viðtjörnina. Reyndist það vera tvær þurrar brauðsneiðar. Dró svovinurinn upp lítið smjörstykki og spurði okkur kennarana hvort að við værumekki með hníf. Ekki hafði hann heppnina með sér því enginn var núhnífurinn. Þar fyrir utan var smjörið gaddfreðið. Nú voru góð ráðdýr. Tók þá drengurinn til sinna ráða og át smjörstykkið líkt og verið væri aðeta snakk..... já svangir eta þó ógirnilegt sé....
Eftir middag sem að þessu sinni var klukkan 15:00 (krakkarnirskilja alls ekki þessa matmálstíma hérna í Noregi og eru alltaf svöng...) fórum við í alveg einstakaupplifelsisferð. Gengið var upp í skógin þegar byrjað var að rökkva.Stígurinn sem við fórum var þröngur skógarstígur sem kallaður er kærleiksstígureinkum ætlaður elskendum. Búið var að setjaút kertaljós sem vísuðu veginn og lýstuupp snjóinn við stíginn ákaflega rómantískt. Þegar búið var að plampa uppbrekku eftir brekku komum við að varðeldi sem búið var að kveikja í. Settust allir við eldinn og ornuðu sér íkuldanum. Síðan var haldið áfram að ganga upp í skóginn í myrkrinum. Sáum við helfrosin foss og skógarhallir ..María Guðlaug hafði orð á því að hún hefði aldrei séð neitt svona fallegt ogeinhverjir voru farnir að skipuleggja ferðir með fjölskylduna sína til Noregs.Þegar upp á fjallið var komið gengum við fram á allsvakalega sleðabrekku brattaog langa. Þá kom sér nú vel að allir höfðu meðferðis rassaþotur og skelltu núallir undir sig aukarössum og hentust niður brekkurnar. Snjófokið ániðurleiðinn olli því að allir urðu mjög snjóugir og mestu skvísurnar urðusvartar fyrir neðan augun ..
Þegar niður var komið gengum við að skíðastökkpallinum sem erhérna fyrir ofan hótelið. Þar voruskíðahopparar að æfa sig bæði stelpur og strákar. Var magnað fyrir okkar fólk að sjá þessaofurhuga stökkva af þessum svakalegu pöllum alveg ógleymanleg sjón og ótrúlegurhvinur sem þeim fylgdi.
Í kvöld hafa krakkarnir lagt sig fram við að kynnast hinumkrökkunum og eru nú margir í partýi hjá Færeyingunum vinum okkar.
Við segjum bara að lokum börnin ykkar eru svo HEPPIN að fátækifæri til að vera hérna og upplifa þessa frábæru dagskrá sem hér er boðiðupp á og við erum svo heppnar að fá að með þeim.
Bestu kveðjur frá okkur öllum .góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.2.2010 | 19:57
Kveðjur frá öllum í Noregi
María segir: Ég náði að sigra óttann og fór á bobsleða og það var ótrúlega gaman.
Styrkár segir: Ég var í strigaskóm í -20 og það var ekki skynsamlegt.
Árni segir: Bobsleðinn var snilld
Ásdís Rún segir: Geðveikt gaman í dag - miklu betra en ég bjóst við.
Ingveldur segir: Bobsleðinn toppar allt sem hægt er að toppa.
Helgi segir: Bobsleðinn var geðveikur - ég fór tvisvar á hann, fyrri ferðin var skemmtileg en sú seinni fékk mig til að fá magaverk.
Óskar segir: kjellinn fór á bobsleða á 100km hraða
Linda segir: Geðveikt gaman á bobsleðanum
Ellen segir: Mér gekk vel að læra á gönguskíði og var flink að renna mér niður brekkur.
Oddný segir: Frábær dagur þrátt fyrir ískulda. Pabbi við söknum þín.
Gunnar segir: Það var ótrúlega erfitt á gönguskíðum og rosa gaman á bobsleðum.
Ásdís Halla segir: Skemmtilegur dagur á gönguskíðum og bobsleða þó það hafi verið kalt -skemmtilegra en ég bjóst við.
Selma segir: þessi ferð er alls ekki eins leiðinleg og ég bjóst við.
Alexandra segir: Ég lifi í draumi og fór á gönguskíði og bobsleða í fyrsta skipti á ævinni. Snilld.
Natalía segir: Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég fór á bobsleða í fyrsta sinn á ævinni.
Kristín Birna: Það er mjög gaman í Noregi og ég sakna þín mamma.
Guðlaug Dóra segir: Mér finnst æðislegt að vera hérna og þetta er skemmtilegra en ég bjóst við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.2.2010 | 11:12
Gönguskíðagarpar
Þá eru allir komnir í hús heilir á húfi eftir að hafa arkað um á gönguskíðum frá því klukkan 8:30. Krakkarnir okkar voru öll að fara í fyrsta skipti á gönguskíði utan Oddný Helga. Sýndu allir mikil tilþrif og fannst mörgum æðislega gaman. Virtist það koma þeim mjög á óvart hversu skemmtilegt væri að vera á svona skíðum. Einhverjir voru líka steinhissa á því hversu lítið mál væri að detta þegar allir hinir væru líka að detta. Oddný og Ólöf fóru í göngu fyrir lengra komna og örkuðu 19 km og er sú eldri frekar þreytt og sveitt þrátt fyrir frostið. Núna erum við að fara í hádegisverð og svo beint í rútu til að komast í bobsleðabrautina.
Í morgun þá reiknuðum við Ólöf og Ósk með því að erfitt yrði að vekja okkar fólk eftir langan og strangan dag. Fórum við því af stað um 7:45 og börðum íbúðirnar að utan án þess að nokkur hreyfing yrði. Ekki leist okkur vel á það og fórum niður í lobbý til að athuga hvort einhverjir væru komnir í mat..... og viti menn. Allir voru komnir nema við tvær...alveg á síðustu stundu....svona var nú það bara flottir krakkar.
Bloggum meira í kvöld ....kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2010 | 20:06
Fyrsta bloggið frá Lillehammer
Sæl öll.
Þá er fyrsti dagurinn að kveldi komin. Flugið gekk mjög vel og krakkarnir voru alveg frábær. Á GArdemoen þurftum við að bíða í rúma tvo tíma en Færeyingarnir frændur okkar lentu í töf í Kaupmannahöfn og við biðum eftir þeim. Aðalskemmtunin á flugvellinum voru norskir hermenn sem þar áttu leið um. það er ekki ofsögum sagt að íslenskar stúlkur eru afar spenntar fyrir slíkum köppum. Stelpurnar kepptust við að láta mynda sig með dátunum þeim til mikillar gleði. Strákarnir okkar höfðu ekki smekk fyrir því . Ökuferðin gekk svo samkvæmt áætlun og við fengum reglulega send sms úr handboltanum. Færeyingarnir vinir okkar glöddust með okkur við hvert mark. Hingað til Lillehammer komum við um klukkan 16:30 og hér er alveg dásamlega fallegt. Við búum öll í sama húsinu í fjórum íbúðum. Þær eru glæsilega búnar og notalegar. Í aðalhúsi skammt þar frá er svo matsalurinn, setustofa, sjoppa og lobbý. Við borðuðum fínasta kjúkling með hrísgrjónum og í eftirrétt fengum við norskan súkkulaðibúðing með vanillusósu.
Dagskráin hófst svo með miklum stæl. Við gengum svo með kyndla öll í halarófu hvert land merkt með sínum fána að leikvangnum sem er hérna við hótelið. Þar var formleg setningarathöfn og farið í ýmsa leiki s.s. þoturassarallý, dans og sprell en það var ísssssssskallllt og krakkarnir hafa lært það strax að hér dugir ekkert minna en ölllllll fötin í ferðatöskunni.
Samtals eru hérna 100 krakkar flest 13-14 ára. 27 krakkar eru frá Færeyjum, 10 frá Eistlandi og restin frá tveimur norskum skólum. Hin löndin sögðust ekki hafa haft ráð á að senda hópa....annað en við alltaf brött í kreppunni
Nú eru krakkarnir í einhverjum kynningarleikjum hérna inni ásamt öllum hinum krökkunum. Okkar krakkar standa sig vel og reyna sig við dönskuna í samskiptum við hina.
Í fyrramálið fara allir á gönguskíði hér í nágrenninu en Oddný Helga er sú eina sem kann eitthvað á það og fer með lengra komnum í 15km göngu hérna upp í skóg. Eftir hádegi verður svo farið á Olympíusvæðið á bobsleða. Það er ekkert smá spennandi.
Skólasíminn okkar virkar ekki eins og stendur en því verður vonandi kippt í liðinn á morgun. Við erum þá með okkar eigin síma - sendið bara sms ef eitthvað er . Síminn hjá Ólöfu er 6634643 og hjá Ósk er 6933837.
Við komumst væntanlega á netið á hverju kvöldi þannig að þið getið líka sent póst.
Skellum líka inn nýjum myndum eins oft og við komum því við. Kvittið endilega fyrir innlitin og sendið kveðjur.
Kærlig hilsen fra Lillehammer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.1.2010 | 19:30
Brrr... 20 stiga frost !
Mjög kalt er í Lillehammer á þessu fyrsta kvöldi krakkanna eða -19,9°C.
Alveg örugglega það kaldasta sem margir hafa upplifað til þessa !
En áreiðanlega notarlegt við snarkandi eldinn í "peisestuen" inni á hótelinu.
Einar Sv
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2010 | 11:46
Allir lentir á Gardermoen
Allir eru lentir á Gardermoen og gekk ferðin vel. Nú er beðið rútu sem flytur hópinn til Lillehammer og tekur ferðin um 2,5 klst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2010 | 08:54
Ískalt í Norge - veðurspá
Það verða talsverð viðbrigði að fara til Noregs í kuldann sem þar hefur ríkt úr mildu veðrinu hér heima. Í Lillehammer er talsverður snjór á jörðu og mjög vetrarlegt um að litast.
Veðurspáin fyrir Lillehammer er svohljóðandi:
Sunnudagur: Fallegt veður og logn en 12 stiga frost.
Mánudagur: Örlítil gola og sól, en ansi kalt eða um 14 til 16 stiga frost.
Þriðjudagur: Svipað veður og áfram mikið frost eða 12 til 15 stig.
Miðvikudagur: 10 til 12 stiga frost, skýjað og kannski smá snjókoma.
Þegar svona mikið frost er og snjór á jörðu skiptir miklu að vera vel búinn til fótanna og góðir sokkar lykilatriði, jafnvel tvennir eða þrennir, hverjir yfir aðra.
Góða ferð öll sömul og standið ykkur nú vel !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 08:22
Á morgun leggjum við í hann lalallala
Þá er heldur orðið stutt í brottför en við ætlum að hittast í Leifsstöð klukkan 5:20 í fyrramálið. Það verða allir að fara að sofa snemma í kvöld því enginn má verða seinn. Til að tryggja það að þeir geti setið saman í flugvélinni sem það vilja þurfum við að vera mætt snemma.
Símanúmerið hjá okkur fararstjórunum sendi ég í tölvupósti á foreldrana núna á eftir. Við viljum samt biðja foreldra um að stilla símhringingum í hóf - hringja ekki nema nauðsyn sé vegna kostnaðar við sendum reglulegar fréttir hér á blogginu og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á netföngin okkar.
Ég fékk ekkert svar varðandi handklæðin svo að endilega skellið einu slíku í töskuna.
Við minnum ykkur líka á að taka með ykkur spil til að spila á kvöldin og frábært væri ef einhver gæti skellt nýrri íslenskri tónlist á ipodinn til að spila fyrir krakkana frá hinum löndunum.
Fánar.... við tökum auðvitað með okkur íslenska fánann...við gætum þurft að halda upp á Gullverðlaunin á EM...og þá þurfum við sko að hafa fánann ....Áfram Ísland.... taka fána þeir sem eiga...
Nestið... góð hugmynd kviknaði hjá einhverjum í gær...baka pizzu í dag og skera í litla bita...frábær á morgun...
Veðrið.... ísssskallllt í Noregi...það eina sem skipuleggjandinn í Lillehammer vildi minna á. Koma vel klædd - það er töff að vera vel klæddur á vetraríþróttahátíð
Einkaveðurfræðingurinn okkar hann Einar ætlar að gera sérstaka veðurspá fyrir okkur síðar í dag. Gott mál !
Sjáumst á morgun! Heia Norge
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 13:44
Dagskráin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar