Fyrsta bloggið frá Lillehammer

Sæl öll.

Þá er fyrsti dagurinn að kveldi komin.  Flugið gekk mjög vel og krakkarnir voru alveg frábær.  Á GArdemoen þurftum við að bíða í rúma tvo tíma en Færeyingarnir frændur okkar lentu í töf í Kaupmannahöfn og við biðum eftir þeim.  Aðalskemmtunin á flugvellinum voru norskir hermenn sem þar áttu leið um.  það er ekki ofsögum sagt að íslenskar stúlkur eru afar spenntar fyrir slíkum köppum.  Stelpurnar kepptust við að láta mynda sig með dátunum þeim til mikillar gleði. Strákarnir okkar höfðu ekki smekk fyrir því Wink.  Ökuferðin gekk svo samkvæmt áætlun og við fengum reglulega send sms úr handboltanum.  Færeyingarnir vinir okkar glöddust með okkur við hvert mark. Hingað til Lillehammer komum við um klukkan 16:30 og hér er alveg dásamlega fallegt.  Við búum öll í sama húsinu í fjórum íbúðum.  Þær eru glæsilega búnar og notalegar.  Í aðalhúsi skammt þar frá er svo matsalurinn, setustofa, sjoppa og lobbý. Við borðuðum fínasta kjúkling með hrísgrjónum og í eftirrétt fengum við norskan súkkulaðibúðing með vanillusósu.

 Dagskráin hófst svo með miklum stæl.  Við gengum svo með kyndla öll í halarófu hvert land merkt með sínum fána að leikvangnum sem er hérna við hótelið.  Þar var formleg setningarathöfn og farið í ýmsa leiki s.s. þoturassarallý, dans og sprell en það var ísssssssskallllt og krakkarnir hafa lært það strax að hér dugir ekkert minna en ölllllll fötin í ferðatöskunni.

Samtals eru hérna 100 krakkar flest 13-14 ára.  27 krakkar eru frá Færeyjum, 10 frá Eistlandi og restin frá tveimur norskum skólum.  Hin löndin sögðust ekki hafa haft ráð á að senda hópa....annað en við alltaf brött í kreppunniCool

Nú eru krakkarnir í einhverjum kynningarleikjum hérna inni ásamt öllum hinum krökkunum.  Okkar krakkar standa sig vel og reyna sig við dönskuna í samskiptum við hina.

Í fyrramálið fara allir á gönguskíði hér í nágrenninu en Oddný Helga er sú eina sem kann eitthvað á það og fer með lengra komnum í 15km göngu hérna upp í skóg. Eftir hádegi verður svo farið á Olympíusvæðið á bobsleða. Það er ekkert smá spennandi.

Skólasíminn okkar virkar ekki eins og stendur en því verður vonandi kippt í liðinn á morgun. Við erum þá með okkar eigin síma - sendið bara sms ef eitthvað er . Síminn hjá Ólöfu er 6634643 og hjá Ósk er 6933837.

Við komumst væntanlega á netið á hverju kvöldi þannig að þið getið líka sent póst.

Skellum líka inn nýjum myndum eins oft og við komum því við.  Kvittið endilega fyrir innlitin og sendið kveðjur.

Kærlig hilsen fra Lillehammer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra. Þetta verður ævintýralegt fyrir krakkana - og vonandi kennarana lika

Hlakka til að fylgjast með blogginu og sjá svo myndir þegar þær koma. Bestu kveðjur til Styrkárs og allra hinna.

Íris (Styrkár) (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 20:14

2 identicon

hæ öll sömul! gott að heyra að þið eruð komin á staðinn!!

 hrikalega er kalt hjá ykkur!!

við hlökkum til að fá myndir!!!

kolbrún og fjölskilda!!!!

kolbrún (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 20:39

3 identicon

Frábært, eigið góðan dag á morgun.

Aðalheiður mamma Ásdísar Höllu (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 20:55

4 identicon

Gott að heyra að allt gekk vel, kærar kveðjur til ykkar allra :-)

Edda (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 21:12

5 identicon

Skemmtilegt að fá svona fréttir, gaman hvað dagurinn hefur gengið vel og ykkur líst vel á ykkur þarna.  Skemmtilegur dagur greinilega framm undan á morgun, alveg gaman;-)  Fylgjumst spennt með áframhaldi á fréttum hér og kannski myndum?

Góðan nótt og bestu kveðjur til ykkar allra....smá auka knús til Alexöndru:):):)

xoxo

Unnur og Kristján.

Unnur & Kristján (Alexöndru ma&pa) (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:10

6 identicon

Takk og ofsalega gaman að fá að fylgjast með ykkur hérna á blogginu:-)

Var að heyra í minni dóttur og systur og eru þær ofsalega sáttar og þreyttar eftir daginn.

Hlakka til að sjá myndir þegar þær koma inn.

Góða nótt og skemmtið ykkur frábærlega á morgun:-)

Guðlaug Rósa( Kristínar mamma og Selmu systir)

Guðlaug Rósa (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:18

7 identicon

Sæl öll, gaman að heyra að allt gengur vel og mér skilst að það fara rosalega vel um alla og mikil hamingja, knús á línunna...............með kærri kveðju Sigurrós og Stefán (foreldrar Ingu Ellu, góða nótt sæta:)

sigurrós ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:48

8 identicon

Hæ hæ, það er greinilega rosalega gaman hjá ykkur, heyrði aðeins í Ásdísi og hún er í skýjunum. Gangi ykkur vel og vildi alveg vera með ykkur ;)

Aðalheiður mamma Ásdísar Höllu (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 15:08

9 identicon

Takk fyrir flott myndir og frábærar ferðasögur.

Hlökkum til að heyra meira frá ykkur.

Það er luxus að fá að fylgjast svona með.

Ingibjörg mamma Maríu (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir

Höfundur

Lillehammerbloggið
Lillehammerbloggið
Þetta er ferðablogg 9.bekkjar Sjálandsskóla í Garðabæ. Krakkarnir eru á leið á vetraríþróttahátíð í Lillehammer í Noregi 31.janúar - 4.febrúar. Þangað er boðið einum bekk af unglingastigi frá hverju norðurlandanna, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Noregur (73)
  • Noregur (72)
  • Noregur (66)
  • Noregur (65)
  • Noregur (64)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband