Marblettir

Þessi skemmtilegi dagur gengur hér eftir undir nafninu marblettadagurinn. Dagurinn byrjaði á því að ekið var að Birkebeinerskistadion sem var aðalgöngusvæðið á OL 94. Þar var okkur skipt í hópa og krakkar frá íþróttaháskólanum í Lillehammer sáu um að halda okkur við efnið. Á einni stöðinni gekk allt út á stökk og þrautir í brekkum. Þar prófuðu menn flóknustu þrautir og sýndu menn fádæma hugrekki. Á þessari fyrstu stöð byrjaði fólk að safna marblettum og við hin hlógum alveg brjálað. Á næstu stöðinni var farið í hlaupaleiki já þið lásuð rétt hlaupaleiki á gönguskíðum. Farið var í boðhlaup og eltingaleiki ýmsa. Á síðustu stöðinni var heldur betur tekið á því en þar var líkt eftir hermannaþjálfun. Skipt var í lið og máttu liðin ljúka flóknustu skíðaþrautum s.s. að skríða með skíðin á fótunum dágóðan spöl. Í þessari þraut voru margir sem reyndu meira á sig en þeir hafa nokkurn tíma gert og ónefndir duttu alveg viðstöðulaust... þetta var alveg svakalega skemmtilegt. Þegar öllu þessu var lokið var skíðað heim á hótel ca 3km niður skógarstíga sem reyndust mörgum brattir. Óskar datt óteljandi sinnum á leiðinni niður í öllum brekkunum sem hann fór (hann bað um að þetta yrði skrifað)....hann er allur blár og marin en hlær bara að þessu.

Þegar loksins allir voru komnir niður snjóugir upp fyrir haus hófst nú handagangur....mollið...í Lillehammer sem líkist helst Glæsibæ... Þangað þustu allir og þeir þrír sem höfðu búið við heilsuleysi fyrri hluta dagsins urðu nú afar hressir jafnvel þó að ganga þyrfti um langan veg í snjó og kulda til að komast í búðina...ekki að spyrja að kaupgleði landans...hún er greinilega arfgeng. Stúlkurnar komu til baka klyfjaðar pokum úr HM en strákarnir aðstoðuðu við val á fötum og báru pokana. Við erum að tala um sanna herramenn í þessari ferð. Flestar skvísurnar kláruðu allan peninginn sinn sem þær voru búnar að spara alla vikuna til að eiga nóg í mollinu.

Nú höfum við nýlokið við kvöldmatinn sem að þessu sinni var taco og tilheyrandi, allir voru ánægðir með það. Í kvöld er svo lokahátíðin og eiga allir þáttakendurnir að koma með skemmtiatriði. Alexandra og Ellen eru nú að stjórna æfingum á söngatriðinu okkar sem verður flutningur á Ríðum ríðum...sem krakkranir okkar hafa áhyggjur af að Færeyingunum muni finnast mjög dónalegt lag.

Svo er bara að pakka öllu niður.  Við leggjum af stað frá Lillehammer klukkan 9:00 í fyrramálið og fljúgum heim á leið klukkan 14:00.

Bestu kveðjur, 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði nú alveg viljað skreppa í HM úti ;) Geri ráð fyrir því að Ásdís Halla hafi keypt mikið !!! Hvenær er gert ráð fyrir því að þið lendið á morgun í KEF ?

Aðalheiður mamma Ásdísar Höllu (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:02

2 identicon

Geggjað:-)  Spennandi að sjá hvað kom upp úr HM pokanum hennar Alexöndru;-)  Mikið er gaman að heyra af enn öðrum frábærum degi.

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun, lending 15:45 í keflavík:-)

Hrikalega góða ferð heim elskurnar!!!

Knús til þín elsku Alexandra okkar og ykkar allra;-)

xoxo

Alexöndru mamma, pabbi og brósi.

Unnur & Kristján (Alexöndru ma&pa) (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 20:17

3 Smámynd: Ragnar G

Góða ferð heim elskurnar mínar. Það er gaman að sjá hversu skemmtilegt það er hjá ykkur. Hlakka til að sjá ykkur.

kv.

Ragnar G., pabbi Ásdíar R.

Ragnar G, 3.2.2010 kl. 20:38

4 identicon

Frábært hjá ykkur, þvílíkt ævintýri og mollferð í ofanálagt. Maður biður ekki um meira.

Eigið góða ferð heim elskurnar.

Knús og kossar til þín elsku Helgi Freyr, kv. Mamma og co. ps. Fanney er 20 ára í dag

Ingibjörg Erna Sveinsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 22:44

5 identicon

Frábær ferð í alla staði greinilega.

Góða ferð heim!

Björn (pabbi Gunnars) (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 22:56

6 identicon

Það er gaman að þið eruð að koma til baka á eftir. Ég vona að þið verður ekki griðanlega þreyttir.

Góða ferð Artur

Artur (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir

Höfundur

Lillehammerbloggið
Lillehammerbloggið
Þetta er ferðablogg 9.bekkjar Sjálandsskóla í Garðabæ. Krakkarnir eru á leið á vetraríþróttahátíð í Lillehammer í Noregi 31.janúar - 4.febrúar. Þangað er boðið einum bekk af unglingastigi frá hverju norðurlandanna, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Noregur (73)
  • Noregur (72)
  • Noregur (66)
  • Noregur (65)
  • Noregur (64)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband