Gönguskíðagarpar

Þá eru allir komnir í hús heilir á húfi eftir að hafa arkað um á gönguskíðum frá því klukkan 8:30.  Krakkarnir okkar voru öll að fara í fyrsta skipti á gönguskíði utan Oddný Helga. Sýndu allir mikil tilþrif og fannst mörgum æðislega gaman.  Virtist það koma þeim mjög á óvart hversu skemmtilegt væri að vera á svona skíðum.  Einhverjir voru líka steinhissa á því hversu lítið mál væri að detta þegar allir hinir væru líka að detta. Oddný og Ólöf fóru í göngu fyrir lengra komna og örkuðu 19 km og er sú eldri frekar þreytt og sveitt þrátt fyrir frostið. Núna erum við að fara í hádegisverð og svo beint í rútu til að komast í bobsleðabrautina.

 Í morgun þá reiknuðum við Ólöf og Ósk með því að erfitt yrði að vekja okkar fólk eftir langan og strangan dag.  Fórum við því af stað um 7:45 og börðum íbúðirnar að utan án þess að nokkur hreyfing yrði.  Ekki leist okkur vel á það og fórum niður í lobbý til að athuga hvort einhverjir væru komnir í mat..... og viti menn.  Allir voru komnir nema við tvær...alveg á síðustu stundu....svona var nú það bara flottir krakkar.

Bloggum meira í kvöld ....kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

HAHA - ekkert mál að vakna þegar það er gaman :D

Ætli þau taki ekki úr þreytuna í fyrsta tíma á föstudag...

Kveðja

Bylgja

Bylgja (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 11:29

2 identicon

En krúttlegt - þetta eru svo góðir krakkar

Ásta (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 15:06

3 identicon

Frábært að sjá myndirnar af krökkunum. Brrr... það virkar frekar kalt.

Íris (Styrkár) (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:40

4 identicon

Mikið er gaman að fá fréttir og myndir af þessum hressu krökkum. Eins gott að klæða sig vel í kuldanum. Hér syðst á landinu er 3.stiga hiti og allir að kvarta yfir kulda. Sérstakar kveðjur til Alexöndru ömmu stelpu héðan úr sveitinni.

Amma Magga

Margrét Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir

Höfundur

Lillehammerbloggið
Lillehammerbloggið
Þetta er ferðablogg 9.bekkjar Sjálandsskóla í Garðabæ. Krakkarnir eru á leið á vetraríþróttahátíð í Lillehammer í Noregi 31.janúar - 4.febrúar. Þangað er boðið einum bekk af unglingastigi frá hverju norðurlandanna, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Noregur (73)
  • Noregur (72)
  • Noregur (66)
  • Noregur (65)
  • Noregur (64)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband